NTC netdagar

Vilt þú fá Costco til Akureyrar? – Könnun

Vilt þú fá Costco til Akureyrar? – Könnun

Eins og við greindum frá á Kaffinu í gær hefur verið stofnaður Facebook hópur sem hvetur til opnunnar heildsöluverslunarinnar Costco á Akureyri. Hávær orðrómur hefur verið um að verið sé að skoða það að opna aðra verslun á höfuðborgarsvæðinu en ekkert hefur heyrst um áform að opna utan höfuðborgarsvæðisins.

Sjá einnig: Krefjast þess að fá Costco til Akureyrar

Þegar frétt Kaffið.is var skrifuð höfðu um 1100 manns skráð sig í hópinn en síðan þá hefur hópurinn stækkað hratt og eru nú um 6000 manns búnir að skrá sig í hópinn.

Viðbrögð við frétt Kaffið.is um hópinn voru mikil og virtist fólk óvisst um hvort það væri sniðug hugmynd að fá Costco norður. Við ákváðum að það væri best að útkljá það með könnun um málið. Spurningin er einföld, vilt þú fá Costco til Akureyrar? Taktu þátt í könnuninni hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó