Færeyjar 2024

Vinna markvisst að því að öll aðildarfélög hljóti gæðaviðurkenninguna FyrirmyndarfélagAfhending gæðaviðurkenningarinnar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ til Skíðafélags Akureyrar

Vinna markvisst að því að öll aðildarfélög hljóti gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag

Íþróttabandalag Akureyrar, eitt af níu Fyrirmyndarhéruðum ÍSÍ, vinnur markvisst að því að öll aðildarfélög bandalagsins hljóti gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Bandalagið sjálft hlaut viðurkenninguna í desember 2019 og var með því fjórða íþróttahéraðið til að hljóta viðurkenninguna. Síðan þá hafa fleiri héruð bæst í hópinn og hafa nú níu íþróttahéruð hlotið gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.

„Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með framvindu mála hjá ÍBA síðustu mánuðina en frá síðustu áramótum hafa fimm félög hlotið viðurkenninguna og bæst þar með í hóp þeirra Fyrirmyndarfélaga ÍSÍ og Fyrirmyndardeilda ÍSÍ sem fyrir voru innan ÍBA. Það verður spennandi að fylgjast með frekari framgangi mála á vettvangi ÍBA næstu mánuðina,“ segir í tilkynningu ÍSÍ.

„Við hjá Íþróttabandalagi Akureyrar erum mjög ánægð með hvernig aðildarfélögin hafa brugðist við áherslum okkar og Akureyrarbæjar um að þau fái viðurkenningu hjá ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélög. ÍBA er Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og því eðlilegt framhald að aðildarfélögin verði Fyrirmyndarfélög, þ.e. þau þeirra sem ekki voru það fyrir. Við álítum þessa þróun í alla staði mjög jákvæða enda eykur þetta enn frekar fagmennsku í okkar öfluga íþróttastarfi,” segir Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri ÍBA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó