Vinnuhópur skipaður til að hefja formlegar viðræður um uppbyggingu á KA-svæði

Vinnuhópur skipaður til að hefja formlegar viðræður um uppbyggingu á KA-svæði

Ákveðið hefur verið að skipa vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum bæjarstjórnar og fulltrúum KA til að hefja formlegar viðræður um hvernig standa megi að uppbyggingu á félagssvæði KA. Þetta kemur fram á vef KA.

Aðalfundur KA fór fram í gær og þar greindi formaður félagsins, Ingvar Már Gíslason, frá því að í skýrslu þverpólitísks starfshóps varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri sé verkefnum á KA-svæðinu raðað númer 3, 4 og 11 í forgangsröð.

Ingvar segir að í þessu felist ákveðin viðurkenning á þeirri stöðu sem félagið hefði fundið sig í undanfarin ár eða allt frá því hætt var við framkvæmdir á svæðinu 2008. Rökstuðningur hópsins fyrir framkvæmdum á KA-svæðinu væri góður og skýr.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó