Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Virkur Eurovision klúbbur á Akureyri

Mynd tekin á síðasta fundi

FÁSES stendur fyrir Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er opinber aðdáendaklúbbur um Eurovision söngvakeppnina. FÁSES tilheyrir alþjóðlegu samtökunum OGAE (Organisation Générale des Amateurs de l’Eurovision) en þau eru stærstu samtök aðdáenda Eurovision í heiminum.

FÁSES hefur það að markmiði að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem hafa áhuga á Eurovision keppninni og öllu því sem henni við kemur. FÁSES heldur utan um viðburði hvort sem fólk vill hittast til þess að ræða komandi keppni, horfa saman á söngvakeppnina eða jafnvel fara erlendis til þess að fylgjast með keppninni. Félagið stendur fyrir viðburðum tengdum keppninni með reglulegu millibili ásamt því að útvega aðgöngumiða á keppnina sjálfa hér heima og erlendis.

Á Íslandi hafði lengi vantað sameiginlegan vettvang í kringum Eurovision-keppnina sem hefur svo sannarlega fest sig í sessi sem einn af árlegum stórviðburðum hérlendis.  FÁSES var stofnað árið 2012 í Reykjavík. Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum yfir veturinn, eins og Pub Quiz og karókíkvöldum. Viðburðirnir ná hámarki í kringum keppnirnar hér heima og úti. Fyrir keppnina hér heima eru skipulögð fyrir- og eftirpartý og fyrir stóru keppnina er kynning á öllum lögunum. Einnig heldur FÁSES uppi síðu þar sem fjallað er um lögin og viðburði. Auk þess er félagið virkt á samfélagsmiðlunum í kringum keppnir.

Árið 2014 hófu félagsmenn FÁSES sem búa á Akureyri að hittast reglulega, fáir til að byrja með en það fjölgar smám saman. Hópurinn hittist yfirleitt á kaffihúsi í spá og spjalli, en einnig hafa verið vídeókvöld. Félagsmenn hafa einnig orðið samferða til Reykjavíkur á keppnirnar þar og nokkrir fóru til Svíþjóðar á stóru keppnina síðastliðið vor. Félagið heldur úti síðu á Facebook, FÁSES áhugafólk á Akureyri og setur þar inn pælingar og nýjar fréttir og þar er oft fjörug umræða. Auk þess eru félagsmenn þessa dagana að taka saman lista yfir 100 uppáhalds Eurovisionlögin sín og eru mjög mis sammála. Allir sem hafa áhuga á að ganga í klúbbinn geta fundið síðuna á Facebook eða haft samband á netfangið hallai@simnet.is.

Framundan í vor eru kaffispjallfundir þar sem menn ræða uppáhalds lögin sín í ár og spá fyrir um úrslit. Einnig verður vídeókvöld í maí og félagsmenn ætla svo að sjálfsögðu að fjölmenna á aðra Eurovision viðburði sem verða í Eurovisionvikunni, eins og tónleika með Eurobandinu í Hofi og Eurovisionpartý á Café Amour. Félagsmenn hafa einnig fjölmennt á Eurovision Pub Quiz ef þau hafa verið haldin. Það er líka eitt af því sem félagsmenn hafa velt fyrir sér, að halda sjálfir Pub Quiz og einnig þematengd kvöld, til dæmis hafa stelpurnar talað um að hafa sérstakt kvöld tileinkað Il Volo. Hver veit nema það verði næsta vetur.

 

UMMÆLI

Sambíó