VMA og MA úr leik í fyrstu umferð Gettu Betur

VMA og MA úr leik í fyrstu umferð Gettu Betur

Lið Menntaskólans á Akureyri féll úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur í gærkvöldi. Liðið laut í lægra haldi fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík. Lokatölur urðu 27-17 Kvennó í hag.

Á þriðjudag mættust Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. Þar vann FG með 22 stigum gegn 13.

Lið MA skipuðu þau Óðinn Andrason, Sunna Katrín Hreinsdóttir og Tryggvi Snær Hólmgrímsson. Þjálfari liðsins er Sóley Anna Jónsdóttir.

Lið VMA skipuðu Inga Sóley Viðarsdóttir, nemi í hársnyrtiiðn, Viktor Helgi Gunnarsson, náttúruvísindabraut, og Stefán Pétur Sigurðsson, húsasmíðanemi. Þjálfari liðsins er Anna Kristjana Helgadóttir.

Fyrstu umferð keppninnar lýkur í dag með fjórum viðureignum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó