Færeyjar 2024

Vorsýning Skógarlundar í Deiglunni á morgun

Málverk eftir Telmu Axelsdóttur.
Mynd: Akureyri.is

Vorsýning Skógarlundar verður opnuð í Deiglunni laugardaginn 6. maí kl. 14 og stendur til kl. 17. Notendur Skógarlundar sýna þar afrakstur vinnu vetrarins; textílverk, leirmyndir, málverk og teikningar. Verkin eru til sölu og einnig verða til sýnis aðrir listmunir og nytjahlutir sem gerðir eru í Skógarlundi.

Athugið að sýningin stendur aðeins þennan eina dag en alltaf er hægt að koma í Skógarlund og kíkja við. Notendur Skógarlundar eru fullorðið fatlað fólk sem sækir þangað þjónustu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó