Fréttir um opnun Wendy’s á Íslandi reyndust falskar

Fréttir um opnun Wendy’s á Íslandi reyndust falskar

Í dag greindi Vísir.is frá því að til stæði að opna skyndibitastaðinn Wendy’s á Íslandi og að til skoðunar væri að opna stað á Akureyri. Nú hefur fréttin verið uppfærð eftir að kom í ljós að um listgjörning væri að ræða.

Í fréttatilkynningunni kom fram að skyndibitastaðurinn Wendy‘s myndi opna á Íslandi á næstunni eftir 16 ára fjarveru og hugmyndir væru um að opna stað á Akureyri.

Þegar lénið Wendys.is er skoðað kemur í ljós að það er listamaðurinn Odee sem er á bak við það. Odee vakti mikla athygli þegar flugfélagið MOM air var kynnt en síðan kom í ljós að um væri að ræða listgjörning,“ segir á Vísi.is

Nánar um málið á Vísi.is.

Fréttin hefur verið uppfærð

UMMÆLI

Sambíó