Yfir 10 þúsund manns vilja Costco til Akureyrar


Eins og við greindum frá fyrir skömmu vilja Akureyringar ólmir fá bandarísku verslunarkeðjuna Costco í höfuðstað Norðurlands en stofnaður hefur verið Facebook-hópur undir nafninu Costco til Akureyrar.

Sá hópur var stofnaður þann 3. júní síðastliðinn og varð hann strax mjög vinsæll. Áhugi norðanmanna virðist raunar svo mikill að nú aðeins rúmum tveimur vikum síðar hafa yfir 10 þúsund manns skráð sig í hópinn.

„Það er ekkert ómögulegt í þessum heimi þegar mannana verk eiga í hlut! Áfram við!,“ segir einn spenntur meðlimur. Gaman verður að sjá hvort þessi mikli vilji skili sér til eiganda Costco en við á Kaffinu munum að sjálfsögðu fylgjast vel með.

Sambíó

UMMÆLI