Yfir 130 Crossfittarar á Akureyri taka þátt í undankeppni heimsleikana

Í fyrra komust 4 íslenskar stúlkur á Heimsleikana í CrossFit

Segja má að á Akureyri sé í gangi sannkallað CrossFit æði. Hér í bæ er starfræktar tvær stöðvar og um þessar mundir er sérstaklega mikið líf þar sem undankeppni Heimsleikana í CrossFit fer fram.

Þessi undankeppni kallast CrossFit Open og er, eins og nafnið gefur til kynna, öllum iðkendum opin. Fyrirkomulagið er þannig að allir þáttakandur fá í fimm vikur, eina æfingu á viku sem þeir eiga að framkvæma. Þetta gildir um alla, sama hvar í heiminum þeir eru.

Eftir þessar fimm vikur komast 40 efstu konurnar og karlarnir frá hverju svæði í næstu keppni, sem kölluð er Regionals. Það er einskonar evrópumót en það fer fram í maí í Madríd á Spáni. Þeir fimm efstu á því móti vinna sér svo inn þáttökurétt á sjáfum Heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Bandaríkjunum í sumar.

Keppnin er gríðarlega vinsæl og í fyrra tóku 300.000 manns frá 189 þjóðlöndum þátt. Hér á Akureyri er eins og áður segir tvær flottar stöðvar og samkvæmt heimasíðu keppninar eru yfir 130 manns úr stöðvunum skráðir til leiks. Þeim gæti þó átt eftir að fjölga.

Það verður því gaman að sjá hvernig okkar fólki vegnar í keppninni en hægt er að fylgjast með gangi mála HÉR.

UMMÆLI