Yfir hundrað daga skilaréttur hjá Elko

Yfir hundrað daga skilaréttur hjá Elko

Elko hefur ákveðið að framlengja skilarétti viðskiptavina á jólagjöfum þannig að um verður að ræða einn lengsta skilarétt sem völ er á hér á landi.

Jólagjafir sem merktar hafa verið með jólaskilamiða verður hægt að skila til og með 31. janúar 2022. Miðarnir voru teknir í notkun í október og því um ríflega hundrað daga skilarétt að ræða, en að jólahátíðinni lokinni hefur fólk heilar fimm vikur til að skila eða skipta vörum.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO:

„Við viljum að allar gjafir hitti í mark og þess vegna geta viðskiptavinir bæði opnað og prófað jólagjafirnar sínar áður en þeim er skilað eða skipt og geta viðskiptavinir meira að segja valið um fulla endurgreiðslu. Ef gjöfin sem þeir fengu er komin á útsölu eða lækkað verð þarf ekki að örvænta því við endurgreiðum eða gefum út inneignarnótu fyrir sömu upphæð og greidd var fyrir vöruna, enda um að ræða peninga sem viðskiptavinir eiga inni hjá okkur. Það sem skiptir viðskiptavini okkar máli skiptir okkur máli og þess vegna leggjum við mikið upp úr því að standa okkur vel þegar kemur að því að skila jólagjöfum, rétt eins og við gerum allan ársins hring.“

Stefna ELKO er að teygja sig eins langt og kostur er í þjónustu við viðskiptavini, en lögum samkvæmt er verslunum ekki skylt að veita ógölluðum vörum viðtöku á ný. Verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út gera ráð fyrir 14 daga skilarétti á ógallaðri vöru, kjósi fyrirtæki að bjóða upp á hann. Ljóst er að ELKO gerir að minnsta kosti helmingi betur, sé horft til skilaréttar á jólagjöfum eftir jól, og margfalt betur sé horft til heildartímans sem skilarétturinn gildir.


Greinin er kostuð af Elko. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð Kaffið.is.

UMMÆLI

Sambíó