Ýmir Már verður áfram hjá KA

Ýmir Már verður áfram hjá KA

Knattspyrnumaðurinn Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA um tvö ár. Ýmir er 23 ára gamall og er uppalinn hjá KA. Hann hefur leikið alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar.

„Það eru virkilega góð tíðindi að halda Ými innan okkar raða enda er hann öflugur og metnaðarfullur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með á komandi sumri,“ segir í tilkynningu á vef KA.

Á síðasta tímabili lék Ýmir fjóra leiki fyrir KA en hann stundar háskólanám í Vermont í Bandaríkjunum og missti því af stórum hluta sumarsins hjá KA en hann leikur einnig með knattspyrnuliði háskólans í Vermont. Þá hefur Ýmir einnig leikið 24 leiki sem lánsmaður hjá Magna og Dalvík/Reyni.

Á vef KA í dag er rifjað upp ógleymanlegt sigurmark Ýmis í Grindavík á lokamínútum leiks KA og Grindavíkur sumarið 2018. Myndband af því má sjá hér að neðan.

Mynd með frétt: Ka.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó