Múlaberg

Ynjur fóru illa með SR

ice-hockeySA Ynjur, yngra kvennalið Skautafélags Akureyrar, heimsótti Skautafélag Reykjavíkur í Hertz deild kvenna á laugardagskvöld en sömu lið áttust við á dögunum í spennuþrungnum leik.

Leikur liðanna á laugardag var þó ekki jafn spennandi því Ynjur höfðu frumkvæðið frá upphafi til enda. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 1-4, Ynjum í vil en annar leikhluti var jafnari og var staðan að honum loknum 3-6.

Silvía Björgvinsdóttir sá svo um að gulltryggja sigur Ynja þegar hún skoraði þrjú mörk í þriðja og síðasta leikhlutanum. Lokatölur því 3-9 fyrir Ynjum sem hafa fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Markaskorarar SR: Gerður Guðmundsdóttir 2, Brynhildur Hjaltested 1.

Markaskorarar SA Ynja: Silvía Björgvinsdóttir 5, Kolbrún Garðarsdóttir 3, Sunna Björgvinsdóttir 1.

UMMÆLI

Sambíó