Young Thug kemur til landins – „Hefur ekki ennþá gefið út leiðinlegt lag“

Young Thug kemur til landins – „Hefur ekki ennþá gefið út leiðinlegt lag“

Einn heitasti rappari í heiminum í dag, Young Thug, hefur boðað komu sína til Íslands í sumar. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni föstudaginn 7. júlí. Það er útvarpsþátturinn Kronik ásamt Hr. Örlygi sem stendur fyrir komu kappans til landsins.

Miðasalan hefst klukkan tíu að morgni 10. febrúar en notendum Aur-appsins verður gert kleift að kaupa sér miða sólarhring fyrr. Í boði verða venjulegir miðar og VIP-miðar en nánari upplýsingar um VIP-miðana verða tilkynntar síðar. Miðaverð verður 9.900 krónur fyrir venjulegan miða.

Margir eru gríðarlega spenntir fyrir komu Young Thug til Íslands en líklega fáir jafn spenntir og rapparinn Emmsjé Gauti.

„Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan ég frétti af því að Young Thug væri á leiðinni, það eru fáir artistar sem ég er jafn spenntur að sjá. Hann hefur ekki ennþá gefið út lag sem mér finnst leiðinlegt og hann á endalaust af þéttu efni,“ sagði Emmsjé Gauti í samtali við Kaffið.is.

Emmsjé Gauti er spenntur

 

Sambíó

UMMÆLI