Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Zaneta Wyne yfirgefur Þór/KA

Mynd: fótbolti.net

Zaneta Wyne leikur ekki meira með liði Þór/KA í sumar eftir að félagsskipti hennar til Sunderland í ensku úrvalsdeildinni voru staðfest. Zaneta hefur leikið mjög vel í vörn Þór/KA í sumar.

Zaneta fer til Englands í dag en hún missir af síðustu tveimur leikjum Þór/KA í sumar gegn Grindavík og FH. Þór/KA geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn næstu helgi en þær þurfa einungis 2 stig úr síðustu tveimur leikjum sínum til að tryggja hann.

Wyne sem er 27 ára kom gekk til liðs við Þór/KA fyrir sumarið 2016 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan. Áður hefur hún leikið með Víking Ólafsvík á Íslandi. Hún hefur leikið 15 af 16 leikjum Þór/KA í sumar.

 


UMMÆLI