Freyvangsleikhúsið frumsýnir Línu Langsokk

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Línu Langsokk

Freyvangsleikhúsið sýnir barnaleikritið Lína Langsokkur, eina ástsælustu sögu úr smiðju Astrid Lindgren. Söguna af Línu þarf vart að kynna en fyrsta sagan kom út árið 1945 og hefur síðan þá verið þýdd á yfir 70 tungumál. Bækur, leikrit, bíómyndir og sjónvarpsþættir um Línu hafa lifað góðu lífi frá upphafi enda feykivinsæl saga.

Frumsýningin hjá Freyvangsleikhúsinu fer fram í kvöld kl: 20:00 en uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar. Sýningar munu fara fram alla laugardaga og sunnudaga fram yfir jól.

Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og tónlistarstjóri Gunnar Möller.

Nánari upplýsingar á Freyvangur.is


UMMÆLI