Krossanes eftirsótt íbúðarsvæði

Becromal við Krossanes


Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 var kynnt á sérstökum skipulagsfundi í Hofi í fyrradag, þriðjudaginn 28. mars.

Farið var yfir hina ýmsu þætti sem skipulagið kemur inn á og fólk beðið að hafa í huga að skipulagið er á frumstigi. Skipulagið er sett fram 12 ár í senn, þó er það verk nýrrar bæjarstjórnar hverju sinni að endurskoða aðalskipulag og gera á því breytingar í síðasta lagi ári eftir kosningar, sem þýðir að það er hægt að fá skipulaginu breytt.

Þegar litið var á skipulagið í heild sinni nefndi Dr. Bjarki Jóhannesson, höfundur skipulagsins og sá sem stýrði fundinum, að langt væri í land með einhverjar tillögur. Hinsvegar væri líklegast að tillagan að íbúabyggð á Krossanesi væri sú sem væri fljótlega hægt að ganga í. Þar stendur til að byggja 150 íbúðir meðfram sjónum, en þar er eftirsóknarvert útsýni. Hann nefndi að kanna þyrfti þó nánar hversu hljóðbær umferðin á þessu svæði er, en íbúar í nærumhverfi hafa margir hverjir kvartað undan umferðarhávaða.

Hægt er að kynna sér skipulagið nánar hér.

Þeir sem hafa eitthvað út á umrætt svæði að setja eða skipulagningu þess eru hvattir til að hafa samband við skipulagsnefnd með skriflegum og vel rökstuddum athugasemdum. Hægt er að senda athugasemdir á skipulagssvid@akureyri.is.

Sjá einnig

Burt með Kotárborgir? 260 nýjar íbúðir í staðinn

Tveimur leikskólum lokað á Akureyri?

100-150 nýjar íbúðir á Akureyrarvelli

Sambíó

UMMÆLI