Listskautarar frá SA unnu silfur og brons á RIG 2019

Listskautarar frá SA unnu silfur og brons á RIG 2019

Reykjavik International Games var haldið um helgina í Laugardalnum í Reykjavík en hátíðin er stór íþróttahátíð þar sem keppt er í 15-20 einstaklingsíþróttagreinum. Meðal annars er keppt í listhlaupi á skautum og keppnin fór fram um helgina í skautahöllinni í Laugardalnum. Í kringum fimm hundruð erlendir gestir töku þátt í leikunum í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Einnig var mikið um erlenda keppendur á leikunum í listhlaupinu.

Í Junior flokki voru tveir keppendur frá Skautafélagi Akureyrar, þær Marta María Jóhannsdóttir og Aldís Kara Bergsdóttir. Báðar eru þær afreksíþróttakonur sem hafa vakið mikla athygli í íþróttinni og keppt til sigurs margoft í mótum hérlendis.

Sigurvegari í þessum flokki var Jocelyn Hong frá Nýja-Sjálandi sem hafði verið efst eftir skylduæfingarnar. Aldís Kara hafnaði í 2. sæti og bætti í leiðinni íslenska stigametið fyrir frjálsar æfingar í juniorflokki stúlkna um fimm stig. Fyrra met hafði Emelía Rós Ómarsdóttir, einnig frá SA, sett árið 2015. Aldís Kara bætti einnig heildarstigamet íslenska skautara í þessum flokki um fjögur stig en Kristín Valdís Örnólfsdóttir, frá SR, setti metið í fyrra. Í þriðja sæti varð svo Marta María Jóhannsdóttir og fékk í leiðinni mjög góð heildarstig og setti þar persónulegt met. Marta hefur verið mjög áberandi í íþróttinni og átt einn besta keppnisárangur sem Íslands hefur séð í íþróttinni lengi. Báðar eru þær Aldís Kara og Marta María á leiðinni erlendis á næstu vikum að keppa á Norðurlandamóti annars vegar og Vetrarólympíuhátíð evrópskrar æsku (EYOF – Winter European Youth Olympic Festival) hins vegar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó