Lögreglan varar við tölvuþjófum sem þykjast hringja frá Microsoft

Lögreglan varar við tölvuþjófum sem þykjast hringja frá Microsoft

Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þeir vara við óprúttnum svindlurum sem íbúar á Akureyri og víðar hafa margir hverjir tilkynnt til lögreglunnar. Símtöl eru að berast fólki erlendis frá þar sem viðkomandi kynnir sig sem starfsmann Microsoft og tjáir því að gera þurfi við öryggisgalla í Windows-stýrikerfinu. Þannig ætlast þeir til að fólk fari í tölvu sína og geri við ákveðna hluti samkvæmt fyrirmælum þeirra. Markmiðið þeirra er að ná stjórn á tölvunni í glæpsamlegum tilgangi en þess má geta að Microsoft-fyrirtækið notar aldrei þá aðferð að hringja í fólk til að tilkynna og/eða gera við öryggisgalla.

Lögreglan hvetur fólk til að leggja sem fyrst á fái það símtal af þessu tagi og hlýða engu af því sem lagt er fyrir það í símtalinu.


UMMÆLI

Sambíó