Listasafnið á Akureyri

Vilja gera Listagilið að einstefnu

Útsýnið frá efstu hæð Listasafnsins.

Eins og Kaffið greindi frá á dögunum styttist óðfluga í opnun nýja Listasafnsins en formleg opnunarhátíð verður þann 25. ágúst á Akureyrarvöku. Mikið hefur verið í umræðunni hvernig umferð í Listagilinu verði háttað í framhaldinu en í gilinu er mjög mikil umferð daglega. Í Listasafninu verður einnig kaffihús með útisvæði þar sem hægt verður að sitja úti á sólríkum dögum. Bent hefur verið á að það fari ekki vel saman með þeirri umferð sem er í gilinu í dag og því hefur verið stungið upp á því að breyta gilinu í einstefnu niður.

Opinn fundur um framtíð Listagilsins
Mánudaginn 2. júlí n.k. verður haldinn opinn fundur um framtíð Listagilsins í Deiglunni kl. 17 og þar verða umferðarmálin m.a. rædd. Í viðburðslýsingu segir: ,,Við stöndum á tímamótum, ný uppgert Listasafn opnar í lok ágúst, með nýju kaffihúsi og glæsilegum sýningarsölum. Hvernig sjáum við fyrir okkur að fá notið þessa sem best?“
Fundurinn er opinn öllum, hægt er að nálgast viðburðinn hér. 

Framkvæmdir við Listasafnið á Akureyri í fullum gangi: „Loksins stórt listasafn fyrir utan höfuðborgarsvæðið”

 

UMMÆLI

Sambíó Sambíó