beint flug til Færeyja

3.146 íbúar tekið þátt í ráðgefandi íbúakosningu

3.146 íbúar tekið þátt í ráðgefandi íbúakosningu

Í dag er síðasti dagur ráðgefandi íbúakosningar um aðalskipulag Oddeyrar. Lokað verður fyrir könnunina í þjónustugátt Akureyrarbæjar á miðnætti. Í morgun höfðu 3146 íbúar tekið þátt í könnuninni. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Sjá einnig: Ráðgefandi íbúakosning framkvæmd sem íbúakönnun: „Á að auglýsa hana sem slíka en ekki villa um fyrir íbúum“

„Mikilvægt er að sem flestir kjósi þannig að niðurstaðan endurspegli sem best hug og vilja íbúa gagnvart uppbyggingu á svæðinu. Fólk er hvatt til að nýta tækifærið, skrá sig inn í þjónustugáttina og taka þátt. Það er í senn einfalt og fljótlegt. Valið stendur á milli þriggja kosta sem fela í sér mismunandi hámarkshæð bygginga, en auk þess er hægt að taka þátt án þess að taka afstöðu með því að merkja við fjórða kostinn. Hver og einn íbúi, 18 ára og eldri, með lögheimili í sveitarfélaginu hefur eitt atkvæði,“ segir í tilkynningu.

Samkvæmt Þjóðskrá uppfylla tæplega 14.800 skilyrði til þátttöku og hafa því um 21% þeirra greitt atkvæði.

UMMÆLI

Sambíó