Gæludýr.is

9 listamenn koma fram á árshátíð VMA en engin kona

Kaffið birti á dögunum frétt þar sem fjallað var um árshátíð VMA, en þá voru átta þjóðþekktir listamenn komnir á dagskrána og miðasala fór fram úr öllum vonum nemendafélagsins. Nú hefur Eyþór Ingi bæst í hópinn og er því listamannaliðið orðið nokkuð þétt og mjög vel skipað fyrir árshátíðina.

Það eru hinsvegar farnar að heyrast nokkuð háværar raddir á samfélagsmiðlum þar sem fólk veltir fyrir sér af hverju það eru engar konur að koma fram á hátíðinni. Alls koma fram 9 skemmtikraftar, sjö tónlistarmenn og tveir veislustjórar, allt karlmenn.

Kristján Blær, formaður nemendafélagsins Þórdunu, segir í samtalið við Kaffið að þau hafi í raun ekki hugsað út í þetta fyrr en það var of seint. Þá segir hann að tónlistarmennirnir hafi verið bókaðir í júní og veislustjórarnir síðar í október.
,,Ég held að það hafi verið í lok nóvember eða byrjun desember, sem skólameistari benti okkur á þetta og ég viðurkenni það af fáfræði minni að ég hafði ekki einu sinni hugsað út í þetta. Ég fór með þetta á fund stjórnar nemendafélagins og það virtist sem svo að enginn hefði hugsað út í þetta. Við töluðum um að þetta væri frekar leiðinlegt mál og ræddum þetta alveg fram og aftur″, segir Kristján, en stjórnin ákvað þrátt fyrir leiðindi málsins að þetta væri lineup-ið sem þau vildu halda sig við.

,,Það var hreinlega ekki nein sem okkur leist á í boði“
ÚlfurÚlfur voru upprunalega bókaðir til að koma fram á árshátíðinni en þurftu síðan að afbóka sig, degi áður en miðasala átti að hefjast. Stjórn nemendafélagsins þurfti því að hafa hraðar hendur og bóka einhverja í staðinn.
,,Þá bókuðum við Erp, Bent, GKR og KÁ-AKÁ nánast á sama degi, en mikið var rætt um að fá kvenmenn inn í prógrammið. Það var hreinlega ekki nein sem okkur leist á í boði. Og mér þykir það miður.
Við lögðum alltaf upp með að hafa bestu og vinsælustu artistana í dag á ballinu og þetta eru nokkrir af þeim sem munu koma fram á árshátíðinni okkar,“ segir Kristján að lokum.

Nálgast má nánari upplýsingar um viðburðinn hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó