Aðalmeðferð hafin í máli Snorra gegn Akureyrarbæ – Krefst 14 milljóna króna í skaðabætur

Snorri í Betel.

Rúv greinir frá því að aðalmeðferð í máli Snorra Óskarssonar gegn Akureyrarbæ hófst í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gærmorgun.
Snorri Óskarsson, betur þekktur sem Snorri í Betel, hefur stefnt Akureyrarbæ í annað sinn vegna uppsagnar sinnar en Snorri var rekinn úr starfi kennara í Brekkuskóla árið 2012 vegna ummæla á heimasíðu sinni þar sem hann sagði samkynhneigð vera synd og þeirra sem það eru biði ekkert nema helvíti. Í febrúar í fyrra hafði Snorri betur í Hæstarétti þegar dæmt var honum í vil á grunni þess að uppsögnin hafi verið ólögmæt. Akureyrarbær hafði þá tapað bæði fyrir héraðsdómstóli og Hæstarétti og þurfti þá að greiða bæði málskostnað sinn og Snorra.

Hann kærði uppsögnina til innanríkisráðuneytisins og niðurstaða innanríkisráðuneytisins var sú að uppsögnin hefði verið ólögmæt og nú krefst Snorri tæplega 14 milljóna króna í skaðabætur vegna vinnutaps.

Sjá einnig:

Snorri í Betel krefst 13,7 milljóna frá Akureyrarbæ

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó