Prenthaus

Ætlar að húðflúra nafn Birkis á sig ef hann kemst ekki í úrslit Idol

Ætlar að húðflúra nafn Birkis á sig ef hann kemst ekki í úrslit Idol

Anders Bagge, einn dómara í sænsku Idol keppninni, sagði í kvöld að hann myndi fá sér húðflúr með nafni Birkis Blæs ef hann kæmist ekki í úrslit keppninnar í ár. Birkir Blær komst í kvöld áfram í níu manna úrslit keppninnar.

Birkir hefur slegið í gegn í keppninni í ár og er orðinn ansi vinsæll í Svíþjóð. Úrslit Idol munu fara fram í Globen höllinni í Stokkhólmi þann 10. desember næstkomandi.

Sjá einnig: Birkir Blær kominn í níu manna úrslit

„Ef þú verður ekki í Globen þegar úrslitin fara fram þá skal ég húðflúra nafnið þitt einhversstaðar á líkamann minn, ég lofa,“ sagði Bagge við Birki sem sagðist ætla að muna eftir þessum ummælum.

Birkir fékk standandi lófaklapp eftir flutning sinn á laginu Leave The Door Open eftir Bruno Mars og Anderson Paak í kvöld.

UMMÆLI

Sambíó