Akureyringar ekki spenntir fyrir einstefnu í Listagilinu: „Hvaða fávitar vilja þetta?”

Akureyringar ekki spenntir fyrir einstefnu í Listagilinu: „Hvaða fávitar vilja þetta?”

Mikið hefur verið í umræðunni hvernig umferð í Listagilinu verði háttað en í gilinu er mjög mikil umferð daglega. Frétt okkar á Kaffinu hefur fengið mikil viðbrögð frá lesendum sem eru allir sammála um að vilja ekki breyta götunni í einstefnugötu.

Sjá einnig: Vilja gera Listagilið að einstefnu

Í nýju Listasafni verður kaffihús með útisvæði þar sem hægt verður að sitja á sólríkum dögum. Bent hefur verið á að það fari ekki vel saman með þeirri umferð sem er í gilinu í dag og því hefur verið stungið upp á því að breyta gilinu í einstefnu niður.

117 einstaklingar hafa tjáð sig um málið í kommentakerfi Kaffið.is á Facebook og þar er einungis ein manneskja sem lýsir yfir stuðningi við hugmyndina.

Sigurður Óli Jónsson segir: „Þvílík steypa með einstefnu lengist leiðin af brekkunni niður í miðbæinn eða öfugt eins kemur þá umferð um oddeyrargötuna til með að stóraukast eins þórunnarst. Og borgarbrautina,eins til suðurs niður hjá skautasvellinu.”

Kristín E. Sveinbjörnsdóttir er ekki hrifin af hugmyndinni og spyr hvaða fávitar vilji þetta. Þá segir Heiðdís Austfjörð Óladóttir að þetta muni gera allt batterí þarna enn tilgangslausara og að meiri peningasóun.

Hér að neðan er hægt að skoða umræðuna á Facebook síðu Kaffið.is

https://www.facebook.com/kaffid.is/posts/1995972740713660?comment_id=2000240256953575&notif_id=1530642548935902&notif_t=feed_comment

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó