Akureyringar erlendis – Sigtryggur Daði aftur markahæstur

Sigtryggur Daði skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í mikilvægum sigri.

Sigtryggur Daði hefur komið af miklum krafti inn í lið Aue að undanförnu.

Sjö Akureyringar voru í eldlínunni í boltaíþróttum víða um Evrópu um helgina og er óhætt að segja að gengið hafi ekki verið frábært því þeir töpuðu allir sínum leikjum þessa helgina.

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðju Cardiff þegar liðið tapaði fyrir Aston Villa á Villa Park, 3-1. Aron Einar lagði upp eina mark Cardiff í leiknum fyrir Rickie Lambert. Aron og félagar eru í þriðja neðsta sæti deildarinnar með átján stig eftir átján leiki.

Í dönsku úrvalsdeildinni var Hallgrímur Jónasson í eldlínunni en hann lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Lyngby þegar liðið tapaði fyrir FCK í hörkuleik, 0-1. FCK er í algjörum sérflokki í dönskum fótbolta og trónir á toppi deildarinnar en Hallgrímur og félagar í Lyngby eru í 5.sæti.

Handbolti

Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Álaborg þegar liðið tapaði fyrir Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 31-28 fyrir Skjern. Aðeins annað tap Arnórs og félaga í vetur en liðið er enn á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og Bjerringbro/Silkeborg sem situr í öðru sæti.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði fimm mörk af línunni þegar lið hans, Savehof, tapaði naumlega fyrir Redbergslid í sænsku úrvalsdeildinni, 28-27.

Frændurnir Árni Þór Sigtryggsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson báru sóknarleik Aue á herðum sér þegar liðið tapaði naumlega fyrir Wilhelmshavener í þýsku B-deildinni. Sigtryggur Daði var markahæstur í liði Aue með sex mörk úr níu skotum og Árni Þór var næstmarkahæstur með fjögur mörk úr níu skotum en leikurinn endaði 23-25 fyrir Wilhelmshavener.

Í sömu deild fóru Oddur Gretarsson og félagar í Emsdetten illa að ráði sínu þegar þeir fengu Rimpar í heimsókn. Oddur var næstmarkahæstur í liði Emsdetten með fimm mörk úr sex skotum en Rimpar vann leikinn 29-31 eftir að Emsdetten hafði leitt í leikhléi.

Sjá einnig

Arnór Atlason í nærmynd – Ólíklegt að maður endi í Þórsbúningnum

Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar

Sigtryggur Daði í nærmynd – Líður best í Áshlíð 4

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Hallgrímur Jónasson í nærmynd – Mestu vonbrigðin að fara ekki á EM

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Sambíó

UMMÆLI