Akureyringar gerðu bæinn snyrtilegri

Akureyringar gerðu bæinn snyrtilegri

Fjöldi Akureyringas tók þátt í Stóra plokkdeginum um síðustu. Akureyringar voru duglegir að plokka rusl í bænum fyrir sumarið.

„Nú er frábær tími til að hreinsa bæinn okkar og koma honum í sparifötin fyrir sumarið, enda er ýmislegt sem kemur í ljós þegar snjórinn hopar á vorin. Plokk er frábær útivera og gefandi verkefni sem eflir núvitund og gerir umhverfinu gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á búnað eða tæki nema þá helst ruslapoka og hanska,“ segir um Plokkdaginn á vef Akureyrarbæjar.

Í Facebook-hópnum Plokk á Akureyri má sjá afrakstur þeirra sem tóku þátt en ljóst er að fjöldi fólks lét sig málefnið varða og bærinn varð snyrtilegri fyrir vikið.

Vorhreinsun á Akureyri heldur áfram af fullum krafti í vikunni en í þessari viku er fyrirhugað að sópa Holta- og Hlíðahverfi.

Sjá einnig: Vorhreinsun að hefjast á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó