Akureyringar senda aðstoð til Húsavíkur

Akureyringar senda aðstoð til Húsavíkur

Heilbrigðisstarfsfólk frá Akureyri mun manna vaktir á Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands á Húsa­vík eftir að 19 starfsmenn þar voru sendir í sóttkví í gær. Þetta kemur fram á vef Mbl.

Alls eru 22 einstaklingar í sóttkví eftir að ungur ferðamaður sem reyndist sýktur af COVID-19 lést á Húsavík í gær. Auk starfsfólk á Heilbrigðisstofnuninni eru meðal annars lögreglu- og sjúkraflutningamenn í sóttkví.

Sjá einnig: Rannsaka andlát ferðamanns á Húsavík sem reyndist smitaður af kórónaveirunni

„Við get­um áfram sinnt bráðaþjón­ustu því við erum áfram með lækna að störf­um. Við fær­um líka til starfs­fólk sem hef­ur verið í öðrum störf­um. Á meðan þess­ir ein­stak­ling­ar sem eru í sótt­kví eru ein­kenna­laus­ir geta þeir áfram sinnt starfi sínu í gegn­um síma og tölvu,“ seg­ir Jón Helgi Björns­son, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar í samtali við mbl.is. 

Eng­inn af þeim sem eru í sótt­kví hef­ur sýnt ein­kenni kór­ónu­veirunn­ar enda skamm­ur tími liðinn frá því fólkið komst í ná­vígi við mann­inn. Leigt var lítið hót­el á Húsa­vík fyr­ir þá starfs­menn sem ekki geta verið heima hjá sér í sótt­kví enda fjöl­skylduaðstæður mis­jafn­ar, að sögn Jóns.

Nánar á mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó