Aldís Kara fékk góðar móttökur á Akureyrarflugvelli

Aldís Kara fékk góðar móttökur á Akureyrarflugvelli

Iðkendur og foreldrar úr Listhlaupadeild Akureyrar (LSA) tóku vel á móti Aldísi Köru Bergþórsdóttir þegar hún sneri aftur til Akureyrar eftir að hún keppti fyrst Íslendinga á Evr­ópu­meist­ara­móti full­orðinna í list­hlaupi á skaut­um. Hópurinn kom Aldísi á óvart þegar hún lenti á Akureyrarflugvelli.

Aldís stóð sig með prýði á Evrópumótinu í Tallinn en komst ekki áfram í frjálsa prógramið. Hún lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 19 á sunnudaginn þar sem hópurinn beið hennar.

„Aldísi Kara varð mjög hissa og svo innilega glöð.  Gaman að sjá hvað það er mikill kærleikur og samstaða milli iðkanda (og foreldra) LSA,“ segir Ingibjörg Eðvarðsdóttir, formaður foreldrafélags LSA við Kaffið.

Sjá einnig: Aldís Kara þreytti frumraun sína á EM fyrst Íslendinga

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimkomunni:

UMMÆLI