Anton Líni gefur út sína fyrstu plötu

Anton Líni gefur út sína fyrstu plötu

Tónlistarmaðurinn Anton Líni var að gefa út sína fyrstu plötu, Samband. Platan inniheldur áður útgefin lög á borð við  Heltekinn og Ég veit sem hafa vakið mikla athygli á árinu.

Anton er Þingeyringur en fluttist til Akureyrar fyrir nokkrum árum til að fara framhaldsskóla. Frá því í ágúst hefur hann verið í náminu; Skapandi tónlist, hjá Tónlistarskólanum á Akureyri.

Þetta hefur Anton að segja um plötuna:

Þessi plata er búin að vera frekar lengi að gerjast sennilega í c.a. 9 mánuði. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferli og mjög gaman ég vann þessa plötu mikið með honum Jóhannes Ágústi sem á mikinn heiður í þessu öllu saman hann sem sagt co-producerar þessa plötu með mér ásamt því að mixa mikið og mastera allt algjör topp maður!! Platan snýst svolítið um samband á milli tveggja einstaklinga sem eru í fjarsambandi og er það hugsuninn á bakvið plötuna hún er pínu heild og mögulega hægt að lesa einhverja sögu úr henni. Ég gerði eitt lag með Þórdísi Petru sem var magnað þvílík söngkona og bara karakter sem hún er! Það sem að tekur við hjá mér núna er að reyna spila sem mest í sumar og svo er ég að fara út til Danmerkur í ágúst að læra söng í CVI og taka þá nýjir og spennandi tímar við!

Hlustaðu á plötuna:


UMMÆLI