NTC netdagar

Aron Einar og félagar úr fallsæti

17-gunnarsson265-3215017_231x264

Aron Einar spilaði allan leikinn í 2-1 sigri.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem vann 2-1 heimasigur á Wolverhampton Wanderers í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Cardiff því gestirnir komust yfir strax á 2.mínútu. Þeir héldu forystunni allt þar til á 68.mínútu þegar Matt Connolly jafnaði fyrir Cardiff. Anthony Pilkington tryggði Cardiff svo öll þrjú stigin með marki skömmu fyrir leikslok.

Sigurinn fleytir Aroni og félögum upp úr fallsæti og upp í 19.sæti en alls leika 24 lið í ensku B-deildinni.

Sjá einnig

Segir Aron vera besta leikmann Cardiff

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó