Aron Einar þriðji í vali á knattspyrnumanni ársins

Mynd af vef KSÍ

Mynd af vef KSÍ

KSÍ útnefndi knattspyrnufólk ársins í dag og voru Hafnfirðingarnir Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hlutskörpust í valinu þetta árið. Þetta er í þrettánda skipti sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Þorparinn Aron Einar Gunnarsson er í þriðja sæti yfir knattspyrnumann ársins en í öðru sæti er varnarmaðurinn öflugi Ragnar Sigurðsson. Allir voru þeir í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi.

Í umsögn um Aron á vef knattspyrnusambandsins segir: Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði A-landsliðs karla og sannur leiðtogi liðsins innan vallar sem utan. Aron leikur með Cardiff, sem  hafnaði í 8. sæti í næst efstu deild á Englandi í vor. Aron var lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu þar sem hann myndaði geysisterkt miðjupar með Gylfa Þór Sigurðssyni. Aron Einar var kletturinn á miðju íslenska liðsins og upphafsmaður margra af sóknum þess.

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Segir Aron vera besta leikmann Cardiff

UMMÆLI

Sambíó