Ásthildur fjórði launahæsti bæjarstjóri landsins

Ásthildur fjórði launahæsti bæjarstjóri landsins

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, er ein af fjórum bæjarstjórum á Íslandi sem eru með hærri laun en forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag um launakjör embættismanna og kjörinna fulltrúa.

Sjá einnig: Ásthildur verður áfram bæjarstjóri

Ásthildur Sturludóttir sem var í vikunni ráðin bæjarstjóri Akureyrar til næstu fjögurra ára er fjórði launahæsti bæjarstjóri landsins. Ásdís Kristjánsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri Kópavogs er með hæstu laun bæjar- og sveitarstjóra samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins. Ásdís er með rúmar 2,5 milljónir króna í mánaðarlaun. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, er næstlaunahæstur með tæpar 2,5 milljónir króna. Í þriðja sæti er Kjartan Már Kjartansson í Reykjanesbæ með rúmar 2,4 milljónir.

Ásthildur er í fjórða sæti með um 160 þúsund krónum meira í laun en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sem er í fimmta sætinu. Samkvæmt Fréttablaðinu er Ásthildur með um 2,3 milljónir í mánaðarlaun.

Launahæstu bæjarstjórnarnir eru með hærri laun en ráðherrar og seðlabankastjóri. Hæstu fjórir, Ásdís, Almar, Kjartan og Ásthildur eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Hafa ber í huga að enn er ósamið við nokkra bæjarstjóra, til að mynda Rósu Guðbjartsdóttur í Hafnarfirði og Þór Sigurgeirsson á Seltjarnarnesi.

Nánar má lesa um málið í umfjöllun Fréttablaðsins í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó