Prenthaus

Bæjarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að gerð umferðaröryggisáætlunar

Bæjarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að gerð umferðaröryggisáætlunar

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti að hefja undirbúning að gerð umferðisöryggisáætlunar í bænum á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag, 15. mars. Þetta var samþykkt samdóma á fundi bæjarstjórnar.

Enginn umferðaröryggisáætlun er á Akureyri þrátt fyrir að samningur um slíkt hafi verið undirritaður árið 2009. Íbúar í Oddeyrargötu á Akureyri eru á meðal þeirra sem hafa skorað á Akureyrarbæ að vinna í þessum málum og hafa barist fyrir aðgerðum til þess að tryggja öryggi íbúa í götunni vegna of mikillar og of hraðrar umferðar.

Sjá einnig: Neyðarkall frá íbúum Oddeyrargötu vegna bílaumferðar

Aðalsteinn Svan Hjelm, íbúi í Oddeyrargötu, fagnar því að bæjarstjórn hafi tekið málið fyrir og samþykkt að áætlun verði gerð.

„Þetta eru meiriháttar tíðindi fyrir öryggi bæjarbúa. En það fyndnasta við þetta allt er að hefði ekki verið fyrir baráttu okkar hér í Oddeyrargötunni fyrir bættri umferðarmenningu og þá staðreynd að það voru einmitt við líka sem rákumst á fréttina um að samningur hafi verið undirritaður árið 2009 sem varð svo ekkert úr þá hefði málið ekki verið tekið fyrir næstu árin,“ segir Aðalsteinn.

UMMÆLI

Sambíó