Bæjarstjórn samþykkir breytingar á aðalskipulagi á Oddeyri

Bæjarstjórn samþykkir breytingar á aðalskipulagi á Oddeyri

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði á Oddeyri austan Hjalteyrargötu sem einnig felur í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins sem nær til Oddeyrar. Hægt er að skoða tillöguna hér.

Sjá einnig: Svona líta hugmyndirnar að fjölbýlishúsunum á Oddeyrinni út

Gríðarlega hávær umræða hefur myndast undanfarið vegna málsins en til stendur að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á svæðinu með athafnarstarfsemi á neðstu hæð.

Í tillögunum er gert ráð fyrir fjórum misháum húsum, þar sem atvinnustarfsemi yrði á neðstu hæðunum og garðsvæði milli húsanna. Tekið skal fram að um tillögur eru að ræða en ekki endanlegar útfærslur eða útlit.

Kynningarfundur verður haldinn í Hofi mánudaginn 21. október kl 17:00 þar sem þessi skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar fyrir Oddeyrina verður kynnt auk hugmynda þróunaraðila um uppbyggingu á svæðinu. Akureyrarbær hvetur alla íbúa til þess að mæta.
Nánar um viðburðinn hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó