NTC netdagar

Bjartsýnn á að Bíladagar verði haldnir í nánast óbreyttri mynd

Bjartsýnn á að Bíladagar verði haldnir í nánast óbreyttri mynd

Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, segist bjartsýnn á að Bíladagar geti farið fram á Akureyri með nánast óbreyttu sniði í ár. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu.

Sjá einnig: Enginn Fiskidagur í ár

2000 manna fjöldatakmörkun mun líklega ekki koma í veg fyrir að Íslandsmót sem verða á hátíðinni geti farið fram. Hátíðin fer fram um miðjan júní hvert ár og laðar þúsundir einstaklinga til Akureyrar.

Í Morgunblaðinu segir að enn sé óvíst með ýmsar útfærslur, svo sem hvaða viðburðir verði haldnir en ljóst sé að keppnir eins og götu­spyrna og tor­færu­keppni geta verið haldn­ar. Þá á eft­ir að ákveða hvernig bíla­sýn­ing­in verður út­færð, hvort æski­legra væri ef til vill að hafa hana ut­an­dyra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó