Bjórböðin á lista yfir svölustu áfangastaði heims hjá þekktu ferðatímariti

Bjórböðin á Árskógsandi eru nefnd á lista Insider Travel yfir svölustu áfangastaði í heimi á árinu 2017. Bjórböðin eru einn af átta stöðum sem nefndir eru í nýju myndbandi sem tímaritið setti á Facebook. Ásamt Bjórböðunum á listanum eru meðal annars nátturuperlur í Indlandi og náttúrulaug sem er staðsett við 100 metra foss sem er hægt að horfa niður úr lauginni.

Bjórböðin sem opnuðu í júní á þessu ári hafa slegið í gegn hér á landi og vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Bjórheilsulindin er sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en þessi aðferð er þekkt í Tékklandi og Slóveníu meðal annars. Í henni eru 7 bjórböð sem eru fyllt af bjór, vatni, humlum og geri sem á að vera mjög gott fyrir húðina. Bjórvatnið sjálft er ekki drykkjarhæft en bjórdæla verður við hvert bað sem hægt er að drekka á meðan fólk liggur í baðinu.

Hér að neðan má sjá myndband af 8 eftirstóttustu stöðum heims að mati Insider Travel. Hátt í 2 milljónir hafa horft á myndbandið sem kom inn í gærkvöldi.

Sjá einnig:

Landsliðsfyrirliðinn orðinn hluthafi í Bjórböðunum

Bjórböðin vekja heimsathygli – myndband

 

UMMÆLI