NTC netdagar

Boðið upp á Bragga frá Kristjánsbakarí á borgarstjórnarfundi í Reykjavík

Boðið upp á Bragga frá Kristjánsbakarí á borgarstjórnarfundi í Reykjavík

Fulltrúar frá Kristjánsbakaríi á Akureyri mættu á hitafund í borgarstjórn Reykjavíkur í morgun og buðu upp á ljúffenga bragga. Forsvarsmenn bakarísins afhentu Þórdísi Lóu, starfandi borgarstjóra, tilbúinn bragga og buðust itl að vera innan handar ef stæði til að gera upp annan bragga í borginni.

Sjá einnig: Kristjánsbakarí hefur sölu á bragga með innfluttum stráum frá Svíþjóð

Það vakti mikla lukku meðal almennings þegar Kristjáns bakarí auglýsti uppgerða bragga til sölu. Bakaríið sagði ekkert hafa verið sparað við gerð braggans og vandað til verka við hvert handtak.

Kristjánsbakarí hefur verið með Bragga í sölu lengi vel en hann fékk allsherjar endurbætur, m.a. með nýjum innfluttum strám, eftir að ljós kom að endurbætur á Bragga í Nauthólsvík kostaði fór hundruð milljónum fram úr kostnaðaráætlun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó