
Bryndís stóð sig vel um helgina
Sundkonan Bryndís Rún Hansen úr sundfélaginu Óðni var ein af stjörnum Íslandsmótsins í sundi sem fram fór í Laugardalnum í Reykjavík um helgina. Bryndís gerði sér lítið fyrir og nældi í fjögur gullverðlaun.
Eins og greint var frá á Kaffinu á föstudag nældi Bryndís sér í gull og silfur á fyrsta keppnisdegi.
Hún var alls ekki hætt því hún var fyrst í mark í 50 metra flugsundi og 200 metra skriðsundi í gær og í 100 metra skriðsundi á laugardag.
Bryndís Rún kom til Íslands alla leið frá Hawaii til að taka þátt í Íslandsmótinu. Bryndís stundar nám við háskóla í Hawaii og æfir og keppir með sundliði skólans.
Sjá einnig
UMMÆLI