Prenthaus

Bryndís Rún og Snævar Atli sundfólk Óðins 2016

 

Bryndís Rún Hansen sundkona

Í síðustu viku var haldin uppskeruhátíð sundfélagsins Óðins fyrir árið 2016. Þar var farið yfir árangur liðsins á árinu og sundfólk heiðrað. Samkvæmt heimasíðu Óðins var góð mæting á hátíðina og allir skemmtu sér vel. Staðið var fyrir vali á sundfólki ársins hjá félaginu og urðu þau Bryndís Rún Hansen og Snævar Atli Halldórsson fyrir valinu.

Sjá einnig: Í skýjunum með fimm íslandsmet á fimm dögum

Bryndís Rún er 23 ára sundkona í Sund­fé­lag­inu Óðni. Hún stund­ar  nám í The Uni­versity of Hawaii og keppir með skólaliðinu.  Bryndís er með bestan árangur sundkvenna á Íslandi í dag bæði 50m og 100m flugsundi og 50m og 100m skriðsundi.

Árið 2016 vann hún 5 Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu og setti 1 Íslandsmet. Hún synti undir þremur B lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Rio og komst í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í London EM50 í einstaklingsgrein þegar hún bætti sitt eigið Íslandmet í 50m flugsundi. Á Heimsmeistaramótinu í Kanada setti hún 2 Íslandsmet og náði inn í undanúrslit á stórbættu Íslandsmeti í 50m flugsundi.

Bryndis átti sæti í boðsundsveit Íslands í 4×100 m fjór­sundi bæði á EM50 og HM25 Boðsundsveit­in er gríðalega sterk og varð m.a í 6 sæti á EM50 og er sem stend­ur í 10. sæti á Evrópu­lista og í 16. sæti á heimslista.

Snævar Atli er 16 ára og hefur æft sund með Óðni síðan hann var 6 ára gamall og er fæddur og uppalinn Akureyringur.Hann stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri við íþrótta- og lýðheilsubraut.

Snævar Atli. Mynd: odinn.is

Á árinu 2016 keppti Snævar á fjölmörgum mótum innanlands. Hans aðalsund eru bringusund og fjórsund. Hann fjórbætti Akureyrarmetið í 50m bringusundi í 50m laug á árinu. Einnig tvíbætti hann metið í 100m bringusundi á Íslandsmeistaramótinu, fyrst í undanúrslitumog svo í úrslitum. Í 200m bringusundi setti hann Akureyrarmet í piltaflokki sem og karlaflokki.

 

Sambíó

UMMÆLI