Búið að slökkva eldinn og rafmagn komið á

Af vettvangi í kvöld

Slökkviliðið á Akureyri hefur náð að slökkva eldinn sem kom upp í spennistöð Norðurorku við Miðhúsabraut klukkan 17:30 í dag.

Rafmagnslaust var um tíma í stórum hluta Naustahverfis og Teigahverfis. Vegfarandi sem átti leið hjá tilkynnti um reyk sem kom frá spennistöðinni og slökkviliðið náði frekar fljótt að slökkva eldinn.

Starfsmenn Norðurorku, lögregla og slökkvilið unnu hörðum höndum við að koma rafmagni á. Samkvæmt lögreglunni á Norðurlandi eystra brugðust starfsmenn Norðurorku hratt við og hófu strax viðgerðir. Útlit hafi verið fyrir að það tæki fram á nótt að koma rafmagni á en fjöli viðgerðarmanna kom á staðinn.

 „Með góðri samvinnu tókst þeim að laga þetta á mun styttri tíma en áætlað var. Ljóst er að ef vegfarandinn hefði ekki tilkynnt um reykinn hefði þetta getað farið mun verr,“ segir á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Sjá einnig:

Rafmagnslaust á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI