Danski flugherinn aðstoðar við leitina

Danski flugherinn aðstoðar við leitina

C130 Hercules flugvél danska flughersins er á leið til Akureyrar en vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður. Landhelgisgæslan óskaði eftir aðstoð frá danska flughernum vegna leitarinnar að unglingspilti sem féll ofan í Núpá í Sölvadal í gærkvöldi.

Sjá einnig: Enn leitað að unglingspilti sem féll í Núpá

Erfiðar aðstæður eru við leitina vegna veðurs en hún hefur staðið yfir frá því í gærkvöldi. Yfir 40 björgunarsveitarmenn og lögreglumenn stóðu að leitinni í nótt og í morgun bættust við yfir 20 manns frá Reykjavík og Blönduósi.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að Danir hafi tekið vel í hjálparbeiðnina og var danskri C130 Hercules flugvél flughersins, sem var skammt undan ströndum Íslands, snúið við og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:48.

Sambíó

UMMÆLI