Múlaberg

Egill og Eik gefa út nýtt lag – Platan verður að veruleika

Egill og Eik gefa út nýtt lag – Platan verður að veruleika

Egill Andrason og Eik Haraldsdóttir sendu í dag frá sér lagið Eitt Augnablik. Eitt Augnablik er þriðja lagið sem þau gefa út af komandi plötu. Egill og Eik hafa komið fram saman síðan þau voru um 12 til 13 ára. Þau kynntust við uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna Hliðinu leikárið 2013/2014.

Sjá einnig: Egill og Eik gefa út plötu saman: „Sex ár í vinnslu og sex daga að taka upp“

Egill og Eik hafa undanfarna mánuði staðið saman að söfnun fyrir útgáfu hljómplötu sem kemur út núna í júlí. Þau sömdu dansa, lög og drukku ógeðisdrykki og náðu á endanum að safna um 600 þúsund krónum svo að platan geti orðið að veruleika.

Hlustaðu á lagið Eitt Augnablik:

UMMÆLI

Sambíó