Rússneski auðjöfurinn Andrey Melnichenko kom til landsins í gær en Eyfirðingar hafa flestir orðið varir við risasnekkju hans sem hefur verið í Eyjafirði undanfarnar vikur. Melnichenko kom með einkaþotu ásamt fjórum öðrum manneskjum og tveimur hundum samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarflugvelli.
Sjá einnig: Stærsta segl snekkja heims á Akureyri
Hópurinn lenti á Akureyrarflugvelli og þaðan fór Andrey Melnichenko, ásamt hundunum, með þyrlu að snekkjunni A. Þyrlan settist fram á stefni skútunnar sem er að sjálfsögðu með þyrlupall. Dýralæknir var á svæðinu og passaði upp á það að hundarnir snertu ekki íslenska grundu.
Sjá einnig: Magnað myndband af lúxussnekkjunni í Eyjafirði
Aðrir gestir yfirgáfu flugvöllinn með bíl og þurfa væntanlega að eyða næstu dögum í sóttkví samkvæmt sóttvarnarreglum sem gilda í landinu.
Hér að neðan má sjá myndbönd frá Akureyrarflugvelli af einkaþotunni:
UMMÆLI