Prenthaus

Ekið á sex ára dreng á AkureyriGangbrautin sem sést fyrir miðri mynd hefur verið í uppgerð frá því í maí og er enn ekki lokið við framkvæmdina

Ekið á sex ára dreng á Akureyri

Ekið var á sex ára dreng á Hörgárbraut á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar, drengurinn lærbeinsbrotnaði og þurfti í aðgerð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var ekki grunur um ölvunar- eða fíkniefnaakstur, en að málið væri í rannsókn.

Sjá einnig: Íbúar í Holta- og Hlíðarhverfi áhyggjufullir – Akureyri verið svelt síðustu áratugi varðandi fjármagn til samgöngubóta

Vitni sögðu bíl hafa stoppað fyrir drengnum á gangbraut en annar bíll á akreininni hliðin á hafa keyrt áfram og á drenginn.

Lögreglan sagði umferðarslys á svæðinu nokkuð tíð, en íbúar Holta og Hlíðahverfis hafa lengi kallað eftir breytingum á svæðinu og tala flestir um göngubrú eða undirgöng sem einu varanlegu lausnina.

Ekki er langt síðan ekið var að konu og hund hennar á sama stað með þeim afleiðingum að hundurinn dó.

Sambíó

UMMÆLI