Múlaberg

Endurgera verk Margeirs Dire

Endurgera verk Margeirs Dire

Listamaðurinn Örn Tönsberg og Finnur málari ætla að endurgera verk Margeirs Dire Sigurðssonar á Akureyrarvöku í lok ágúst. Verkið spreyjaði Margeir á Akureyrarvöku árið 2014 og það er í Listagilinu í porti milli veitingastaðarins RUB23 og Eymundsson.

Sjá einnig: Varðveita listaverk Margeirs Dire

Stjórn Akureyrarstofu hefur áður lýst yfir áhuga á að varðveita verkið. Í bókun stjórnar Akureyrarstofu sem fundaði um málið þann 25. mars segir: „Stjórn Akureyrarstofu lýsir yfir áhuga á þátttöku í að varðveita verkið og felur safnstjóra að ræða við aðstandendur og vini Margeirs og KEA sem er eigandi húsveggjarins um hugsanlegt samstarf.“

Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést fyrir rúmum tveimur árum í Berlín í Þýskalandi, aðeins 34 ára gamall.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó