Prenthaus

„Er það virkilega metnaður bæjarins að því lægri laun því betra?“Skjáskot: N4.is

„Er það virkilega metnaður bæjarins að því lægri laun því betra?“

Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju segist hafa orðið verulega hissa þegar hann las viðtal við Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri, á N4.is í dag.

Sjá einnig: Ljóst að kostnaður við rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri muni lækka

Ásthild­ur segir að nýir starfsmenn Öldrunarheimila Akureyrar muni fara á aðra kjarasamninga en þeir sem þegar starfa þar. Björn segir að Eining-Iðja hafi ekki fengið eitt einasta símtal frá nýjum rekstraraðila.

„Það eru meira en 150 félagsmenn Einingu-Iðju að vinna hjá hjúkrunarheimilunum. Eining-Iðja, sem gætir hagsmuna þessa fólks hefur ekki fengið eitt einasta símtal frá nýjum rekstraraðila. Finnst bæjarstjóra allt í lagi að það sé verið að lækka laun fólksins sem sinnir þessum mikilvægu störfum? Er það virkilega metnaður bæjarins að því lægri laun því betra? Hefði ekki verið nær að berjast við Ríkið um meiri peninga til reksrarins og að halda uppi því launastigi sem hefur verið í gildi?Það er aumt að bærinn skuli stuðla að því að „láglaunastefnan“ að sunnan verði tekin upp í okkar frábæra bæ,“ skrifar Björn á Facebook síðu sinni.

UMMÆLI