NTC netdagar

Eva og Orri íshokkífólk SA árið 2017

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

Þau Eva María Karvelsdóttir og Orri Blöndal hafa verið valin íshokkífólk SA árið 2017.

Eva María er varnarmaður og hefur verið lykilleikmaður í liði Ásynja sem og kvennalandsliði Íslands síðastliðin ár. Árið 2017 var mjög gott hjá Evu en henni hlotnaðist sá heiður að vera valin besti varmarmaður heimsmeistaramóts kvenna sem fram fór á Akureyri síðastliðin vetur þar sem hún skoraði 2 mörk og lagði upp önnur 4 mörk í 5 leikjum. Eva María var á dögunum einnig valin íshokkíkona Íslands fyrir árið 2017.

Orri er 27 ára varnarmaður og er aðstoðarfyrirliði í liði SA Víkinga. Orri spilaði hefur spilað stórt hlutverk í liði SA Víkinga á árinu 2017 og er einn allra besti varnarmaður Íslands.

Sjá einnig:

Eva María valin íshokkíkona ársins

Sambíó

UMMÆLI