beint flug til Færeyja

Farðu úr bænum – Karen Björg

Farðu úr bænum – Karen Björg

Karen Björg Þorsteinsdóttir er gestur í nýjasta þætti Farðu úr bænum með Kötu Vignis. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.

„Uppistandarinn hún Karen Björg var í sumarfríi á æskuslóðum sínum á Grenivík þegar hún skutlaðist yfir til Akureyrar til að drekka vatnsglas með mér í sjóðheitu stúdíói. Hún sagði mér frá fyrsta uppistandinu sínu, tímanum þegar að hún bjó með módelfitness pari í London og hvernig ferilinn hennar sem bæði handritshöfundur og uppistandari hefur farið á flug á síðastliðnum árum. Við ræddum tísku áhuga hennar, mun á vinum okkar fyrir norðan vs fyrir sunnan og svo auðvitað atvikið þar sem kemur í ljós að hún er ekki konan hans Péturs Jóhanns. Karen er geggjuð og ég hlakka til að mæta á uppistand með henni sem fyrst, njótið vel,“ segir Kata um þáttinn.

Sjá einnig: Karen Björg slær í gegn hjá Loga í beinni – myndband

Hlaðvörp á Kaffinu eru tekin upp í Podcast Stúdíói Akureyrar

UMMÆLI