Flogið á milli Akureyrar og Færeyja

Flogið á milli Akureyrar og Færeyja

Færeyska ferðaþjónustan Tur mun bjóða upp á bein flug á milli Færeyja og Akureyrar 3. til 6. febrúar á næsta ári. Hægt er að kaupa flug báðar leiðir á 25.995 krónur eða kaupa pakka sem inniheldur flug, hótel og far frá fluvellinum að hótelinu á 59.500 krónur á einstakling.

Börn 13 ára og yngri greiða 19.900 kr. fyrir flugsætin og 49.950 fyrir flugsæti, hótel og far frá flugvelli að hóteli. Börn yngri en 2 ára fá frítt með foreldrum. Flogið verður með færeyska flugfélaginu Atlantic Airways með Airbus 320 þotu. 1x 23 kg innrituð taska er innifalin í pakkanum auk handfarangurs.

Ítarlegar upplýsingar um ferðina má finna með því að smella hér. Áhugasamir geta tekið frá sæti í gegnum Kaffið.is hér að neðan.Þessi færsla er kostuð af Tur.fo. Smelltu hér til þess að kynna þér auglýsingatilboð á Kaffið.is

UMMÆLI