Framkvæmdir við Garðinn hans Gústa ganga vel

Framkvæmdir við Garðinn hans Gústa ganga vel

Framkvæmdir við körfuboltavöllinn Garðinn hans Gústa við Glerárskóla eru í fullum gangi þessa dagana. Síðasta föstudag mætti hópur sjálfboðaliða og lagði niður járnmottur. Í gær járnabundu starfsmenn Lækjarsels ehf. völlinn og í dag hófst vinna við að steypa völlinn. Áður hefur verið lagður snjóbræðslubúnaður fyrir körfuboltavöllinn.

Á næstunni verður svo hægt að púsla vellinum saman og klára framkvæmdirnar. Hátt í sex milljónir hafa safnast í söfnun sem sett var af stað fyrir völlinn. Þeir sem eru aflögufærir eru hvatir til þess að styrkja við verkefnið en reikningsnúmer Garðsins hans Gústa er 0302-26-000562 og kennitala er 420321-0900.

Sjá einnig: Skjól fyrir þriggja stiga körfur í Garðinum hans Gústa

UMMÆLI